Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 681 svör fundust

Hvað er sólin heit?

Vegna þess að sólin skiptist í nokkur lög sem hafa ólíka eiginleika, er hún ekki öll jafnheit. Hitinn er mestur í miðju sólar þar sem orkuframleiðslan fer fram, og er talið að þar sé hitinn um 15,5 milljón gráður á selsíus. Yfirborðshiti sólar, það er hitinn á því lagi sem við sjáum, er mun lægri eða um 5500°C. ...

Nánar

Ef það er raunhæfur möguleiki að bora stóra holu í gegnum jörðina, hvað mundi þá gerast ef við stökkvum ofan í holuna, komum við út hinum megin á hvolfi eða fljúgum við óendanlega út í geim?

Til þess að svara þessari spurningu skulum við ímynda okkur að við getum með einföldum hætti borað gat í gegnum jörðina. Við skulum einnig ímynda okkur að í gatinu sé þægilegt hitastig og að innri hiti jarðar hafi engin áhrif á neitt sem fer í gegnum gatið. Spyrjandi vill síðan fá að vita hvað gerist ef við stökkv...

Nánar

Hver eru einkenni fuglaflensu bæði í mönnum og dýrum?

Í svari við spurningunni Getur maður dáið úr fuglaflensu? á Vísindavefnum er að finna eftirfarandi um einkenni fuglaflensu í mönnum: Þar sem fuglaflensutilfelli í mönnum eru fátíð eru einkennin ekki að fullu þekkt. Þau geta meðal annars líkst venjulegum flensueinkennum svo sem hiti, hósti, hálsbólga og verkir í ...

Nánar

Hvers vegna er kjarni jarðar heitur?

Kjarni jarðar er mörg hundruð gráðum heitari en möttullinn fyrir ofan, og hugsa má sér þrjár ástæður fyrir því: Mikilvægastur er varmi frá myndun jarðar, en einnig koma til geislavirkni í efni kjarnans og snúningur innri kjarna. Skoðum þetta: Heimspekingurinn Immanúel Kant (1724-1804) er sagður hafa stungið upp...

Nánar

Er mjög hvasst á Júpíter?

Júpíter er vinda- og stormasöm reikistjarna. Svæðisvindar eru sterkastir í vindröstum, það er á mörkum belta og svæða, sem lofthjúpur Júpíters skiptist í. Þar fer vindhraðinn yfir 140 m/s. Vindhraði sem þessi er ekki endilega tímabundinn eins og hér á jörðinni og getur jafnvel varað í nokkur hundruð ár. Lofthjú...

Nánar

Hvernig varð jörðin til?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...

Nánar

Hvað er lífhimnubólga og er hún lífshættuleg?

Lífhimnubólga (e. peritonitis) er bólga í lífhimnunni, það er þunna vefnum sem þekur vegg kviðarholsins að innan og umlykur þannig öll líffæri í kviðnum. Ef sýking kemst í himnuna er allt kviðarholið í hættu, þar með talin öll innri líffærin. Til eru tvær gerðir lífhimnubólgu. Fyrsta stigs lífhimnubólga er þeg...

Nánar

Af hverju koma haustlitirnir?

Hér er einnig svarað spurningunni Hver er gerð og hvert er hlutverk litarefna í plöntum? Haustlitir eru aðallega af tveimur efnahópum: karóteníðar og antósíanín. Til fyrri hópsins, karóteníða, teljast aðallega gul (xantófíl) og appelsínugul (karótín) litarefni en einnig er til rautt litarefni í þessum hópi e...

Nánar

Við hvaða hita snjóar? Getur snjóað í miklu frosti?

Stöku sinnum snjóar í skamma stund í 2 til 4°C hita, en hiti er langoftast neðan við 0,5°C í snjókomu. Líkur á mikilli snjókomu minnka að jafnaði eftir því sem frost er meira, en mikil úrkoma myndast þó í skýjum þar sem hiti er lægri en -8°C sé uppstreymi þar jafnframt mikið. Það getur snjóað mikið í miklu frost...

Nánar

Hvað er sement og hvenær var farið að nota það sem byggingarefni?

Sögu sementsins má rekja allt aftur til þess að menn fundu upp aðferð til þess að búa til kalk. Eins og oft gerist, þá hefur aðferðin til að búa til kalk sennilega verið hrein tilviljun eða slys. Kalksteinn er mjög algengur víða um heim, þótt hann sé ekki til í neinu magni á Íslandi. Kalksteinn myndast aðallega ú...

Nánar

Hver er mesti hiti sem mælst hefur á jörðinni?

Hæsti hiti sem mælst hefur á jörðinni er 57,7°C. Sá hiti var mældur í Líbýu í Afríku þann 13. september 1922. Lægsti hiti sem mældur hefur verið í Afríku var í Marokkó 11. febrúar 1935. Þá var hitinn –23,9 °C. Hæsti hiti sem mældur hefur verið á Suðurskautslandinu var á Vonarflóa (e. Hope Bay) og var hann ...

Nánar

Hiti og kuldi hafa áhrif á frumefnin. En hvað eru hiti og kuldi?

Hiti í efni tengist hreyfingu smæstu efniseinda, til dæmis sameinda, frumeinda eða rafeinda. Því meiri sem hraðinn og hreyfiorkan eru að meðaltali, þeim mun meiri er hitinn. Kuldi er hins vegar í rauninni ekkert annað en skortur á hita! Orkan sem tengist hitanum og hreyfingu efniseindanna kallast varmi. Varmi h...

Nánar

Hver var James Hutton og hvert var hans framlag til jarðfræðinnar?

James Hutton (1726-1797) telst hafa lagt grundvöll að nútíma jarðfræði. Hann var Skoti, fæddur í Edinborg þar sem hann bjó lengst af. Þar í borg var á ofanverðri 18. öld þungamiðja „skosku upplýsingarinnar“ svonefndu, og Hutton var framarlega í flokki andans manna sem komu sama vikulega til að ræða málin – meðal þ...

Nánar

Er það Júpíter sem skín svona skært á morgunhimninum núna?

Það er ekki Júpíter heldur Venus sem hefur skinið skært í suðaustri á morgnana undanfarnar vikur og vakið athygli margra. Sýningin nær hámarki 2.-4. desember (2018) þegar tunglið verður skammt frá í birtingu. Tunglið er sigðarlaga og minnkandi og nálgast sólina þangað til það verður nýtt föstudaginn 7. desembe...

Nánar

Fleiri niðurstöður